Sagan okkar

Verslunin okkar

Í verslun okkar að Síðumúla 33, 108 Reykjavík, er hægt að finna mikið úrval af vörunum okkar.
Einnig er hægt að koma og líta á silgjur og láta setja saman þitt eigið belti. 

Það er heimilislegt að líta inn til okkar, búðin er hluti af verkstæðinu okkar sem prýðir allar þær gömlu vélar frá upphafi og eru enn notaðar. 

Við tökum vel á móti þér.

Okkar markmið

Markmið nýrra eigenda er að halda rekstri Leðurverkstæðisins áfram með núverandi hætti og halda í gamlar hefðir og halda sögu þess á lofti. Einnig er það markmið nýrra eigenda að fara í vöruþróun og hefja framleiðslu á áður þekktum vörum Leðurverkstæðisins, sem ekki hafa verið framleiddar áratugum saman.
Í apríl 2014 flutti verkstæðið í Síðumúla 33 og hefur nafn verkstæðisins því breyst í Leðurverkstæðið Reykjavík, þar sem ekki er unnt að kenna það lengur við Víðimel 35.

Eigendur

Eigendur Leðurverkstæðisins eru bræðurnir Sigurjón Kristensen bólstrari og Arne Friðrik Karlsson þroskaþjálfi. Sigurjón hefur starfað sem húsgagnabólstrari í Reykjavík í 25 ár og rekur í dag Bólstursmiðjuna í Síðumúla 33.

Friðrik starfaði sem forstöðumaður á heimilum fyrir fatlaða í 25 ár, fyrst hjá Akureyrarbæ og síðan hjá Kópavogsbæ, en er í dag leiðandi forstöðumaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

SAGAN OKKAR

Íslenskt handverk

Allar okkar vörur eru handunnar á verkstæðinu okkar. Sumar hafa ekki breyst svo áratugum skiptir á meðan aðrar hafa þróast með tímanum eða orðið til á síðustu árum. Við erum fagfólk sem leggjum metnað í að skila af okkur góðum vörum.

Vörurnar okkar

Leðurverkstæðið Reykjavík er með verslun í Síðumúla 33, þar getur þú komið og skoðað ýtarlega vöruúrvalið okkar. Ef þú hefur ekki tök á að koma til okkar þá getum við sent þér vöruna í póstkröfu eða á annan hátt sem hentar þér.

Hafðu samband

Leðurverkstæðið Reykjavík ehf.
Síðumúla 33, 108 Reykjavík
Sími: 551 6659 & 899 0983
Netfang: lvr@lvr.is
Kt. 6703141380  Vsk. 116554